top of page

FYRIRLESTRAR

Að vera sjáandi

Fyrirlestur/fræðsla í því að þekkja og greina einkenni vímuefnaneyslu.

Fræðslan nýtist: Starfsmönnum fyrirtækja, heilbrigðis- og menntastofnana og einnig að foreldrum.

Markmið: Kenna þátttakendum að þekkja og greina einkenni vímugjafaneyslu. Auka almenna þekkingju á þessum málaflokki.

Efni: Farið er yfir líkamleg, andleg og umhverfistengd einkenni vímugjafaneyslu.

Farið er í gegnum eðli og virkni þeirra efna sem helst eru á markaði hér á Íslandi og og útskýrt hvers vegna þau breyta einstaklingum á þann hátt sem þau gera. Farið yfir götunöfn á fíkniefnum.

Tekin eru dæmi úr viðtölum við einstaklinga sem hafa verið eða eru í fíkniefnaneyslu, úr sjónvarpsþáttum, myndböndum af You Tube og myndskeiðum úr kvikmyndum, til að sýna hvernig áhrif mismunandi efna eru á manneskjur.

 

Umsagnir

Ég get hiklaust mælt með fræðslustundinni Að vera sjáandi. Virkilega vel uppsett og flutt á spennandi hátt.

 

Hafþór Barði Birgisson

Tómstunda- og félagsmálafræðingur B.A.

Tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar

Tómstunda- og forvarnarmál

 

Fyrirlesturinn Að vera sjáandi var flottur fyrirlestur sem átti vel heima í þessum hópi umsjónarmanna unglingadeilda félagsins. Farið var vel og skilmerkilega yfir efnið sem fjallað var um, myndböndin juku skilning á því sem var verið að tala um.

Ég myndi alveg mæla með þessum fyrirlestri fyrir aðra sem eru að vinna með unglingum.

 

Helena Dögg Magnúsdóttir

Tómstunda og félagmálafræðingur

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Starfsmaður unglingamála.

bottom of page